top of page

Nýr samningur leikstjóra við Þjóðleikhúsið.

 

Á föstudaginn 4.desember 2015 samþykkti félagsfundur í Félagi leikstjóra á Íslandi samkomulag við fjármála og efnahagsmálaráðherra f.h. ríkissjóðs um breytingar og framlengingu á kjarasamningum aðila.

 

Nýi samningurinn gildir frá 1. mars 2015 til 19. mars 2019.

 

Engar breytingar voru gerðar á síðasta samningi ef frá eru taldar launahækkanir sem hér segir:

 

1. mars 2015: 9,65%.

1. júní 2016: 6,5%.

1. júní 2017: 4,5%.

1. júní 2018: 3,0%.

1. febrúar 2019 komi til eingreiðsla kr. 70.000 til þeirra sem gegnt hafa fullu starfi og eru við störf í desember 2018 og eru enn í starfi í janúar 2019 og greiðist miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember 2018.

 

Persónuuppbót (desember-uppbót) verður sem hér segir:

 

2015: 78.000 kr. miðað við fullt starf en annars sem hlutfall.

2016: 82.000 kr.

2017: 86.000 kr.

2018: 89.000 kr.

 

Orlofsuppbót fyrir fullt undangengið starfsár er sem hér segir og greiðist jafnframt hlutfallslega:

 

2015: 42.000 kr.

2016: 44.500 kr.

2017: 46.500 kr.

2018: 48.000 kr.

 

Bent er á að hækkun tekur gildi frá 1. mars síðastliðnum og þeir leikstjórar sem gerðu launasamninga við Þjóðleikhúsið eiga því von á greiðslu fyrir störf sín sem nemur hækkuninni fyrir vinnu eftir þann tíma.

 

Leikstjórar sem unnu verkefni fyrir leikhúsið sem verktakar eða launþegar við samstarfsfyrirtæki fá ekki þá hækkun á laun sín.

 

Samfara þessum breytingum á launalið samningsins var gerð breyting á flokkun leikverka í stofnanasamningi félagsins og Þjóðleikhússins þar sem við skilgreiningu á 1. flokki var bætt við lokasetningu:

Ný frumsamin íslensk sviðsverk að fullri lengd skulu falla í þann flokk.

 

Leikstjórar sem unnið hafa hjá Þjóðleikhúsinu sem launþegar samkvæmt kjarasamningum félagsins eiga að snúa sér til leikhússins og sækja sinn kaupauka.

 

Hér er að finna nýju samningana.

bottom of page