top of page
Stuðningsyfirlýsing
Stjórn félags leikstjóra á Íslandi lýsir yfir stuðningi við kjarabaráttu leikara í samningum við Leikfélag Reykjavíkur. Tryggja verður að kjör starfandi listamanna í faginu séu boðleg og í samræmi við þau verðmæti sem þeir skapa og því raunverulega vinnuálagi sem störfum þeirra fylgir.
Til að sækja um í Menningarsjóð, vinsamlega sendið okkur tölvupóst og tilgreinið nafn umsækjanda kennitölu, netfang og símanúmer. Í umsóknartexta skal gerð nákvæmlega grein fyrir því hvernig styrk skal varið, tímasetningu verkefnis og styrkfjárhæð. Kostnaðaráætlun skal fylgja umsókn.
Umsóknir sendist á leikstjorar@leikstjorar.is
Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróun íslenskrar leiklistar með því að veita leikstjórum styrki til framhaldsnáms, rannsóknarstarfa eða ferðalaga erlendis til að kynna sér það sem efla mætti listþroska þeirra. Úthlutað er úr menningarsjóði tvisvar á ári, að vori og hausti. Skilafrestur umsókna er auglýstur á heimasíðu FLÍ.
bottom of page