Stuðningsyfirlýsing
Stjórn félags leikstjóra á Íslandi lýsir yfir stuðningi við kjarabaráttu leikara í samningum við Leikfélag Reykjavíkur. Tryggja verður að kjör starfandi listamanna í faginu séu boðleg og í samræmi við þau verðmæti sem þeir skapa og því raunverulega vinnuálagi sem störfum þeirra fylgir.
ALLIR FÉLAGSMENN Í FLÍ GETA GERST AÐILAR AÐ BHM
Aðild að BHM gerir félagsmönnum FLÍ kleift að afla sér réttinda í sjúkrasjóði, orlofs og símenntunarsjóðum BHM.
Með þvi að greiða til BHM getur þú sótt um styrki fyrir:
-
Líkamsrækt
-
Meðferð á líkama og sál
-
Gleraugu og augnaaðgerðir
-
Heyrnatæki
-
Tannviðgerðir
-
Fæðingastyrk
-
Tæknifrjóvgun
-
Sjúkradagpeningar
-
Endurhæfing
-
Starfstengd áföll eða óvænt starfslok
-
Ferðastyrk
-
Sem félagi í BHM getur þú líka leigt orlofshús og íbúðir hér á landi og erlendis og þú getur fengið afsláttarbréf fyrir flug og gistingu, útilegukort, veiðikort og golfkort.
ÉG VIL GERAST FÉLAGI Í BHM
Þar sem sjálfstætt starfandi listamenn (einyrkjar) eru ekki með föst mánaðarlaun er hægt að miða við lágmarkslaun BHM, kr. 300.00.- sem eru líklega á svipuðu róli og listamannalaun. Einnig er hægt að miða laun við þá lágmarksupphæð sem þarf að greiða til BHM á mánuði, sem er kr. 3.000.- er þá miðað við kr. 180.000.- laun á mánuði. Með aðild að BHM tekur félagsmaður ákvörðun um að gerast aðili að sjúkra-, orlofs- og starfsmenntasjóðum BHM og þarf þá að greiða iðgjöld til BHM mánaðarlega (fyrir 10. hvers mánaðar) til að koma í veg fyrir réttindamissi.
Á vefsvæði BHM má finna launagreiðendavef
( http://www.bhm.is/kaup-og-kjor/fyrir-launagreidendur/ )
Sjálfstætt starfandi félagsmaður er í þessu samhengi bæði launagreiðandi og launþegi.
Mikilvægt er að rétt stéttarfélagsnúmer (957) og heiti stéttarfélags (FLÍ) komi fram á skilagreinum.
FLÍ mun hjálpa til við að fylla út skilagreinar fyrst um sinn, eða þangað til allir eru komnir með það á hreint.
Til að hefja greiðslur til BHM, smellið
Hvað ber að greiða til BHM:
Ef miðað er við laun að fjárhæð kr. 180.000.- :
-
Félagsgjald: 1,5% af heildarlaunum, kr. 2700
-
Orlofssjóður: 0,25% af heildarlaunum, kr. 450
-
Sjúkrasjóður: 1% af heildarlaunum, kr. 1.800
-
Starfsmenntunarsjóður: 0,22% af heildarlaunum, kr. 396
-
FLÍ félagar greiða EKKI í starfsþróunarsetur háskólamanna.
Iðgjöld sem ber að greiða mánaðarlega til BHM eru þá kr. 5,346.